Altarisgangan

HORFÐU Á FYRIRLESTURINN

SKILABOÐ TIL ÞÍN

HLUSTAÐU Á FYRIRLESTURINN

LESEFNI

Con Dios, bls. 6-7

Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að lesa í bókinni fyrir hvern tíma.

Lesblindir og sjónskertir eiga rétt á að nálgast Con Dios á hljóðbók á Blindrabókasafninu.

BIBLÍAN OKKAR

Allar athafnir kirkjunnar er að einhverju leiti sprottnar upp úr Biblíunni okkar og altarisgangan er þar engin undantekning. Í Lúkasarguðspjalli finnum við meðal annars söguna um síðustu kvöldmáltíð Jesú og lærisveinanna. Það má segja að þar sé hann að kveðja þá og gefa þeim leiðbeiningar um hvað eigi að gera eftir dauða hans en Jesú var í mun að trú, von og kærleikur ríktu meðal manna eftir sinn dag.

HEILÖG KVÖLDMÁLTÍÐ

Og er stundin var komin gekk Jesús til borðs og postularnir með honum. Og hann sagði við þá: „Hjartanlega hef ég þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með yður áður en ég líð. Því ég segi yður: Eigi mun ég framar neyta hennar fyrr en hún fullkomnast í Guðs ríki.“

Þá tók hann kaleik, gerði þakkir og sagði: „Takið þetta og skiptið með yður. Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins fyrr en Guðs ríki kemur.“

Og hann tók brauð, gerði þakkir, braut það, gaf þeim og sagði: „Þetta er líkami minn sem fyrir yður er gefinn. Gerið þetta í mína minningu.“ Eins tók hann kaleikinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: „Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði sem fyrir yður er úthellt.“

ÍGRUNDUN

  1. Hefur þú gengið til altaris?
  2. Hvað heldur þú að altarisganga tákni?
  3. Vissir þú að altarisganga er minningarathöfn sem menn hafa framkvæmt síðan frá upphafi kristinnar trúar?

VERKEFNI

Nú er það spennandi og krefjandi verkefni sem bíður okkar í næsta tíma, en við ætlum að skipuleggja og framkvæma messu saman.

Í þessari messu ætlum við að koma öllum þáttum hennar fyrir og skipta með okkur verkum og ganga saman til altaris eins og við munum gera í fermingunni sjálfri.

Mundu því eftir að taka vel eftir næst þegar þú ferð í messu því þú ætlar að taka hlutverk að þér í messunni þinni!

BÆN KAFLANS

Góði Guð, viltu gefa að fermingardagurinn minn verði gleðidagur, dagur kærleika, vonar og trúar. Amen.