Bænin (Faðir Vor)

HORFÐU Á FYRIRLESTURINN

SKILABOÐ TIL ÞÍN

HLUSTAÐU Á FYRIRLESTURINN

LESEFNI

Con Dios, bls. 46

Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að lesa í bókinni fyrir hvern tíma.

Lesblindir og sjónskertir eiga rétt á að nálgast Con Dios á hljóðbók á Blindrabókasafninu.

BIBLÍAN OKKAR

Í þessum kafla er það ekki saga sem við ætlum að skoða heldur bænin Faðir Vor sem finnst í Matteusarguðspjalli. Þar er Jesús að kenna lærisveinum sínum og fylgendum hvernig á að tala við Guð og er þetta frægasta bænin 🙂

FAÐIR VOR

Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar skuldir
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen. 

ÍGRUNDUN

  1. Hvað er bæn?
  2. Þarf maður að setja sig í ákveðnar stellingar til að biðja?
  3. Vissir þú að þú mátt alltaf tala við Guð?

VERKEFNI

Búum til okkar eigin bænir um það sem okkur langar að biðja um og þakka fyrir. Bænin er trúnaðarsamtal þitt við Guð og þú mátt tala við Guð um allt sem þú vilt, hvar og hvenær sem er!

Þegar þú ert búin að skrifa bænina þína þá skulum við setja þær í bænakassann en það er kassi sem enginn getur opnað og því er bænin þín örugg. Við skulum svo biðja saman fyrir öllum bænarefnunum sem eru í kassanum og kveikja á kertum því með bæninni kemur ljósið.

BÆN KAFLANS

Undursamlegi Guð, gef mér kraft og þor til að tala við þig því þú þekkir mig og líf mitt. Gef að ég megi fara í gleði og von út í þennan dag og finni ávallt fyrir návist þinni og umhyggju.