Í þessum kafla er það ekki saga sem við ætlum að skoða heldur bænin Faðir Vor sem finnst í Matteusarguðspjalli. Þar er Jesús að kenna lærisveinum sínum og fylgendum hvernig á að tala við Guð og er þetta frægasta bænin 🙂 Faðir vor, þú sem ert á himnum.HORFÐU Á FYRIRLESTURINN
SKILABOÐ TIL ÞÍN
HLUSTAÐU Á FYRIRLESTURINN
BIBLÍAN OKKAR
FAÐIR VOR
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar skuldir
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen. ÍGRUNDUN
BÆN KAFLANS
Undursamlegi Guð, gef mér kraft og þor til að tala við þig því þú þekkir mig og líf mitt. Gef að ég megi fara í gleði og von út í þennan dag og finni ávallt fyrir návist þinni og umhyggju.