Sagan þín úr Biblíunni við þennan kafla er úr Matteusarguðspjalli, fjórtánda kafla, en guðspjall þýðir gleðilegar fréttir. Þegar Jesús steig á land sá hann þar margt manna, hann kenndi í brjósti um þá og læknaði þá er sjúkir voru. Um kvöldið komu lærisveinarnir að máli við Jesú og sögðu: „Hér er engin mannabyggð og dagur liðinn. Lát nú fólkið fara svo að það geti náð til þorpanna og keypt sér vistir.“HORFÐU Á FYRIRLESTURINN
SKILABOÐ TIL ÞÍN
HLUSTAÐU Á FYRIRLESTURINN
BIBLÍAN OKKAR
JESÚ METTAR ÞÚSUNDIR
Jesús svaraði þeim: „Fólkið þarf ekki að fara, gefið því sjálfir mat.“
Þeir svara honum: „Við höfum hér ekki nema fimm brauð og tvo fiska.“
Hann segir: „Færið mér það hingað.“
Og hann bauð fólkinu að setjast í grasið. Þá tók hann brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum en þeir fólkinu. Og allir neyttu og urðu mettir. Og þeir tóku saman brauðbitana er af gengu, tólf körfur fullar. En þeir sem neytt höfðu voru um fimm þúsundir karlmanna, auk kvenna og barna. ÍGRUNDUN
BÆN KAFLANS
Góði Jesús, viltu hjálpa mér að hjálpa öðrum svo ég megi ganga í sporin þín. Þakka þér fyrir það sem ég hef í lífinu og viltu gefa að réttlæti og kærleikur megi vera í lífi allra barna. Amen.