Fræðarar námskeiðsins: Jóhanna Gísladóttir, BA í guðfræði og Mag.Theol. Kennslufyrirkomulag: Kennsluefni: Kennsluvefur: Fræðslulýsing: Fjallað verður meðal annars um hugtök kristinnar trúar, kristið samfélag, menningu og fjölmenningu, athafnir kirkjunnar, bænina, trúarlíf og sjálfsmynd og aðstæður ungmenna. Yfirmarkmið: Undirmarkmið: Fræðslutilhögun: Námsmat haustmisseris: Námsáætlunin er unnin að stórum hluta úr námskrá fermingarstarfa frá Biskupsstofu.KENNSLUÁÆTLUN
Hildur Björk Hörpudóttir, BA í guðfræði, Dipl. í hagnýtum jafnréttisfræðum, MSc í mannauðsstjórnun, kennsluréttindi og Mag.Theol.
Kennt er í staðnámi með spegluðum kennsluháttum sem er þegar kennarar taka upp fyrirlestra, setja á námsvef nemenda og heimavinnan fer fram í kirkjunni.
Con Dios
Biblían
Fyrirlestrar úr Con Dios / verkefni vikunnar / Fróðleikur.
16 þemu, 17 fyrirlestrar, 16 verkefni.
Í fermingarfræðslunni verður farið yfir helstu grunnhugtök kristinnar kirkju og samfélags og útskýrðar mismunandi athafnir kirkjunnar með það í huga að virkja, kenna og vekja.
Fermingarfræðslunni er ætlað að vekja og efla með ungmennum trú á Guð, kenna þeim grundvallaratriði kristinnar trúar og virkja þau í starfi kirkjunnar.
Ennfremur að hjálpa börnum að varðveita eigin trúarsannfæringu um leið og þau læra að virða þau sem hafa aðra trúarsannfæringu.
Að nemendur:
Fræðslan er að miklum hluta verkleg þar sem fermingarbörn vinna að verkefnum eða taka þátt í stýrðum umræðum. Lögð er áhersla á að þau ræði hugmyndir um kristna trú og leggi grunn að áframhaldandi trúarþroska og trúarlífi.
Bent er á að fermingarfræðslan byggir mjög á virkni og þátttöku fermingarbarna og undirbúningi þeirra fyrir hverja viku. Tekið skal fram að skylda er að hlusta vikulega á fyrirlesturinn sem fylgir með verkefni vikunnar og mæta í tíma og helgistundir.
Ætlast er til að nemendur hlusti á fyrirlestra á www.fermingarfræðsla.is og lesi það sem fyrir liggur í hverri viku því annars geta þeir ekki tekið þátt í umræðum og verkefnavinnu.
Fræðarar halda utan um verkefnavinnu hvers fermingarbarns og meta hana.