Sagan okkar í þessum kafla er spekin um það að Jesú sé hið skapandi orð Guðs. Þessi frásögn er tekin úr Jóhannesarguðspjalli, sem er yngst allra guðspjalla. Tákn Jóhannesar guðspjallamanns er örninn. Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. Í honum var líf og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið tók ekki á móti því. Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. Hann kom til vitnisburðar, að vitna um ljósið og vekja alla til trúar á það. Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið. Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum og heimurinn var orðinn til fyrir hann en heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar en hans eigið fólk tók ekki við honum. En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. Þau urðu ekki til á náttúrulegan hátt né af vilja manns heldur eru þau af Guði fædd. Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika og vér sáum dýrð hans, dýrð sem sonurinn eini á frá föðurnum. Jóhannes vitnar um hann og hrópar: „Þetta er sá sem ég átti við þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig var á undan mér enda fyrri en ég.“ Af gnægð hans höfum vér öll þegið, náð á náð ofan. Lögmálið var gefið með Móse en náðin og sannleikurinn eru komin með Jesú Kristi. Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.HORFÐU Á FYRIRLESTURINN
SKILABOÐ TIL ÞÍN
HLUSTAÐU Á FYRIRLESTURINN
BIBLÍAN OKKAR
ORÐIÐ VARÐ HOLD
ÍGRUNDUN
BÆN KAFLANS
Elsku Guð, takk fyrir öll fallegu orðin sem veita okkur gleði og nálægð við þig. Amen.