Boðorðin

HORFÐU Á FYRIRLESTURINN

SKILABOÐ TIL ÞÍN

HLUSTAÐU Á FYRIRLESTURINN

LESEFNI

Con Dios, bls. 34-49

Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að lesa í bókinni fyrir hvern tíma.

Lesblindir og sjónskertir eiga rétt á að nálgast Con Dios á hljóðbók á Blindrabókasafninu.

BIBLÍAN OKKAR

Boðorðin eru að finna í annarri Mósebók í Gamla testamentinu en svo er líka mjög mikilvægt boðorð í Lúkasarguðspjalli sem er kallað tvöfalda kærleiksboðorðið, kíkjum á þau öll!

BOÐORÐIN

Drottinn mælti öll þessi orð:

  1. Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt hvorki gera þér líkneski né neina eftirlíkingu af því sem er á himnum uppi eða því sem er á jörðu niðri eða í hafinu undir jörðinni. 
  2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma.
  3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Þú skalt vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum. En sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins, Guðs þíns. Því að á sex dögum gerði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í því er en hvíldist sjöunda daginn. Þess vegna blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.
  4. Heiðra föður þinn og móður svo að þú verðir langlífur í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér.
  5. Þú skalt ekki morð fremja.
  6. Þú skalt ekki drýgja hór.
  7. Þú skalt ekki stela.
  8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
  9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
  10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þræl hans eða ambátt, uxa hans eða asna eða nokkuð það sem náungi þinn á.“

Tvöfalda kærleiksboðorðið:

„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ 

ÍGRUNDUN

  1. Vissir þú að það er mjög eðlilegt að vera hræddur við dauðann?
  2. Að við trúum á upprisu hverrar kristinnar manneskju og eilífa tilvist?
  3. Að Guð yfirgefur okkur aldrei, sama hvað gerist?

VERKEFNI

Að þessu sinni ætlum við að tala saman og búa til okkar boðorð!

Bæði boðorð sem okkur finnst að ættu að vera til og svo ætlum við að skoða aðeins Boðorðin sem finnast í Biblíunni og sjá hvort að við getum umorðað þau?

Hér er eitt gott: “Þú skalt ekki tala í farsíma þegar þú ert í bíó!”

BÆN KAFLANS

Góði Guð, stundum er lífið svo erfitt og margt að takast á við. Viltu vera með mér þar og halda fast um hönd mína. Viltu gefa að ljós og von megi koma til mín og minna á slíkum stundum og að návist þín gefi okkur styrk og stuðning. Amen.