Skírn

HORFÐU Á FYRIRLESTURINN

SKILABOÐ TIL ÞÍN

HLUSTAÐU Á FYRIRLESTURINN

LESEFNI

Con Dios, bls.63

Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að lesa í bókinni fyrir hvern tíma.

Lesblindir og sjónskertir eiga rétt á að nálgast Con Dios á hljóðbók á Blindrabókasafninu.

BIBLÍAN OKKAR

Skírnin er grundvölluð í Matteusarguðspjalli og er brotið okkar úr Biblíunni einmitt þaðan og heitir það með yður alla daga.

MEÐ YÐUR ALLA DAGA

En lærisveinarnir ellefu fóru til Galíleu, til fjallsins sem Jesús hafði stefnt þeim til. Þar sáu þeir hann og veittu honum lotningu. En sumir voru í vafa. Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags andaog kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“ 

ÍGRUNDUN

  1. Hvar varst þú skírð/ur og hver skírði þig?
  2. Hverjir eru guðforeldrar/skírnarvottarnir þínir?
  3. Hvernig kom nafnið þitt til?

VERKEFNI

Nú er komin tími til þess að við fræðumst um skírnina og að við prófum að setja upp skírnarathöfn.

Í þessum tíma ætlum við að skoða upphaf skírnarinnar, velja skírnarvotta, prest, foreldra og fleiri og fara í gegnum athöfnina. Ef til vill væri líka tilvalið að finna smá vígt vatn, skírnarkjól og nafn á barnið!

BÆN KAFLANS

Frábæri Jesús, viltu halda áfram að vera alltaf með mér hvar og hvert sem ég fer. Viltu blessa þá sem eru í kringum mig því þeir eru lærisveinar þínir eins og ég. Amen.