Trú og efi

HORFÐU Á FYRIRLESTURINN

SKILABOÐ TIL ÞÍN

HLUSTAÐU Á FYRIRLESTURINN

LESEFNI

Con Dios, bls. 60-65

Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að lesa í bókinni fyrir hvern tíma.

Lesblindir og sjónskertir eiga rétt á að nálgast Con Dios á hljóðbók á Blindrabókasafninu.

BIBLÍAN OKKAR

Í þessum kafla kemur sagan okkar úr Biblíunni úr Markúsarguðspjalli en flestir telja það elst guðspjalla. Í því er Jesú lýst sem þeim sem framkvæmir og líðandi þjóni allra manna.

KONAN MEÐ BLÓÐLÁTIN

Jesús fór með honum. Og mikill mannfjöldi fylgdi honum og var þröng um hann. Þar var kona sem hafði haft blóðlát í tólf ár. Hún hafði orðið margt að þola hjá mörgum læknum, kostað til aleigu sinni en engan bata fengið, öllu heldur versnað. Hún heyrði um Jesú og kom nú í mannþrönginni að baki honum og snart klæði hans.Hún hugsaði: „Ef ég fæ aðeins snert klæði hans mun ég heil verða.“ 

Jafnskjótt þvarr blóðlát hennar og hún fann það á sér að hún var heil af meini sínu. Jesús fann þegar á sjálfum sér að kraftur hafði farið út frá honum og hann sneri sér við í mannþrönginni og sagði: „Hver snart klæði mín?“ Lærisveinar hans sögðu við hann: „Þú sérð að mannfjöldinn þrengir að þér og spyrð þó: Hver snart mig?“ 

Jesús litaðist um til að sjá hver þetta hefði gert en konan, sem vissi hvað fram við sig hafði farið, kom hrædd og skjálfandi, féll til fóta honum og sagði honum allan sannleikann. Jesús sagði við hana: „Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði og ver heil meina þinna.“ 

ÍGRUNDUN

  1. Vissir þú að Jesús var óhræddur við að mótmæla efa og ranglæti?
  2. Og að hann gekk gegn ríkjandi viðhorfum, t.d. með því að boða að það ætti að elska óvin sinn? Þrátt fyrir að aðrir efuðust?
  3. Hvernig stendur þú með þeim sem þola óréttlæti, til dæmis einelti?

VERKEFNI

Jæja, reynum okkur aðeins í næstu fræðslu og skellum okkur í spurningakeppni! Við skulum skipta okkur lið og gá hversu vel við þekkjum Biblíuna, persónur hennar og sögurnar 😉 Hlökkum til!

BÆN KAFLANS

Góði Guð, viltu gefa mér hugrekki, styrk og þor til þess að standa með þeim sem þurfa að þola ranglæti. Viltu gefa að trú, kærleikur, vinátta og réttlæti megi ríkja í heiminum. Amen.