Trú og vísindi

HORFÐU Á FYRIRLESTURINN

SKILABOÐ TIL ÞÍN

HLUSTAÐU Á FYRIRLESTURINN

LESEFNI

Con Dios, bls. 56-59

Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að lesa í bókinni fyrir hvern tíma.

Lesblindir og sjónskertir eiga rétt á að nálgast Con Dios á hljóðbók á Blindrabókasafninu.

BIBLÍAN OKKAR

Jóhannesarguðspjall gefur okkur sögu þessa kafla en það er yngst allra guðspjallanna. Í þessu guðspjalli er Jesús lýst sem hinu skapandi og lifandi orði Guðs, alveg eins og við sjáum í sögunni um Samversku konuna. Tákn Jóhannesarguðspjalls er örn.

SAMVERSKA KONAN

Þá segir samverska konan við hann: „Hverju sætir að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?“

Jesús svaraði henni: „Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir hver sá er sem segir við þig: Gef mér að drekka, þá mundir þú biðja hann og hann gæfi þér lifandi vatn.“ 

Hún segir við hann: „Herra, þú hefur enga skjólu að ausa með og brunnurinn er djúpur. Hvaðan hefur þú þetta lifandi vatn? Ertu meiri en Jakob forfaðir okkar sem gaf okkur brunninn og drakk sjálfur úr honum og synir hans og fénaður?“

Jesús svaraði: „Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta en hvern sem drekkur af vatninu er ég gef honum mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind sem streymir fram til eilífs lífs.“ 

Þá segir konan við hann: „Drottinn, gef mér þetta vatn svo að mig þyrsti ekki og ég þurfi ekki að fara hingað að ausa.“ 

ÍGRUNDUN

  1. Vissir þú að trú og vísindi eru ekki andstæður?
  2. Að það að trúa þýðir að treysta einhverju?
  3. Hvernig sérð þú trú og vísindi vinna saman?

VERKEFNI

Í þessum tíma ætlum við að skipta okkur í umræðuhópa og fara í umræður með spjöldum!

Ekki óttast, það er gaman 🙂

Við skiptum í hópa og látum jafnmörg spjöld og hóparnir eru ganga á milli ykkar. Hver hópur hefur sinn lit og á spjöldunum verða 3-4 spurningar sem tengjast kaflanum okkar. Hver hópur þarf að svara á því spjaldi sem hann hefur fyrir framan sig og hefur til þess ákveðin tíma. Að honum loknum fer spjaldið á næsta borð og svo koll af kolli. Eftir að allir hópar hafa fengið hvert spjald þá hengjum við þau upp á vegg og förum yfir niðurstöður hópanna.

BÆN KAFLANS

Hæ Guð, mig langar að biðja þig að hjálpa mér að skapa eitthvað nýtt og spennandi í lífi mínu og verkum, eitthvað sem ég get búið til eða gert. Takk fyrir öll kraftaverkin þín sem ég má njóta dag og nótt. Amen.