Hver? Ég!

HORFÐU Á FYRIRLESTURINN

SKILABOÐ TIL ÞÍN

HLUSTAÐU Á FYRIRLESTURINN

LESEFNI

Con Dios, bls. 8-15, kaflinn “Hver? Ég!“

Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að lesa í bókinni fyrir hvern tíma.

Lesblindir og sjónskertir eiga rétt á að nálgast Con Dios á hljóðbók á Blindrabókasafninu.

BIBLÍAN OKKAR

Sagan þín úr Biblíunni við þennan kafla er sálmur eftir Davíð konung en hann var réttlátur, góður og mjög elskaður af þjóð sinni.

DAVÍÐSSÁLMUR NR. 139

Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig,
hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það,
þú skynjar hugrenningar mínar álengdar.
Hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það
og alla vegu mína gjörþekkir þú.
Eigi er það orð á tungu minni
að þú, Drottinn, þekkir það eigi til fulls.
Þú umlykur mig á bak og brjóst
og hönd þína hefur þú lagt á mig.
Sú þekking er undursamlegri en svo að ég fái skilið,
of háleit, ég er henni eigi vaxinn.
Hvert get ég farið frá anda þínum,
hvert flúið frá augliti þínu?
Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar,
þótt ég gerði undirheima að hvílu minni, þá ertu einnig þar.
Þótt ég lyfti mér á vængjum morgunroðans
og settist við hið ysta haf,
einnig þar mundi hönd þín leiða mig
og hægri hönd þín halda mér.
Og þótt ég segði: „Myrkrið hylji mig
og ljósið í kringum mig verði nótt,“
þá mundi myrkrið eigi verða þér of myrkt
og nóttin lýsa eins og dagur,
myrkur og ljós eru jöfn fyrir þér.
Þú hefur myndað nýru mín,
ofið mig í móðurlífi.
Ég lofa þig fyrir það að ég er undursamlega skapaður,
undursamleg eru verk þín,
það veit ég næsta vel.
Bein mín voru þér eigi hulin
þegar ég var gerður í leyndum,
myndaður í djúpum jarðar.
Augu þín sáu mig er ég enn var ómyndað efni,
ævidagar mínir voru ákveðnir
og allir skráðir í bók þína
áður en nokkur þeirra var til orðinn.
Guð, hversu torskildar eru mér hugsanir þínar,
hversu stórfenglegur er fjöldi þeirra.
Ef ég vildi telja þær væru þær fleiri en sandkornin,
lyki ég við að telja þær vaknaði ég og ég væri enn hjá þér.

ÍGRUNDUN

  1. Hver er ég?
  2. Hvað/Hver hefur mótað mig?
  3. Hvernig sýni ég öðrum kærleika og virðingu?

VERKEFNI

Við ætlum að hugleiða hvað það er sem hefur áhrif á okkur sjálf og líf okkar. Guð hefur sett þig í áætlanir sínar frá upphafi og þess vegna er mikilvægt að þú hugsir vel um sjálfan þig og hvernig þér líður.

Prófum að skrifa bréf í næstu fermingarfræðslu til einhvers sem hefur haft góð áhrif á þig og lætur þér líða vel, einhvern sem þig langar að þakka fyrir að vera til staðar fyrir þig í lífinu. Við fermingarfræðararnir munum svo póstleggja það fyrir þig 🙂

BÆN KAFLANS

Elsku Guð, viltu mæta mér í mínum aðstæðum og hjálpa mér að skilja sjálfan mig og hver ég er. Viltu vera með mér allar stundir og í gleði og sorg og minna mig á að ég er í áætlunum þínum því þú elskar mig.