Um vefinn

Fermingarfræðsla.is var búin til af sr. Hildi Björk Hörpudóttir og sr. Jóhönnu Gísladóttir fyrir Þjóðkirkjuna og Skálholtsútgáfuna. Vefurinn er ætlaður til þess að vera stuðningsefni við kennslubókina Con dios, sem notuð er við fermingarfræðslu um allt land.

 

56830159_2763964290298240_5841301070411726848_o

sr. Hildur Björk Hörpudóttir

Hildur Björk er með BA og Mag. theol í guðfræði, diplómu í hagnýtum jafnréttisfræðum, MS-próf í mannauðsstjórnun, kennsluréttindi, MA gráðu í praktískri guðfræði og certification in Family Ministry. Hún lauk starfsþjálfun í Lindakirkju og hefur meðal annars farið í starfsþjálfun til stofnenda og kjarnateymis Messy Church í Bretlandi, gert nýja efnisveitu fyrir Þjóðkirkjuna, yfirfært speglaða kennsluhætti fyrir fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar (fermingarfræðsla.is), verið fyrirlesari á haustnámskeiðunum, fræðari í sunnudagaskólanum, tekið námskeið í Godly-play og Biblíufræðslu fyrir börn, skrifað pistla á ferming.is og er í áhugafélagi um guðfræðiráðstefnur. Hildur Björk er prestur og verkefnastjóri á Fræðslu- og kærleiksþjónustusviði Biskupsstofu.

 

IMG_5084-1024x768

sr. Jóhanna Gísladóttir

Jóhanna er með BA og Mag. theol í guðfræði, diplómu í sálgæslufræðum og certification in Familiy Ministry. Hún hefur starfað í barna- og æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar í tæpan áratug og sótt ýmsa fræðslu þess efnis, meðal annars farið í starfsþjálfun til kjarnateymis Messy Church í Bretlandi og sótt námskeið fyrir leiðtoga í Youth Ministry í Princeton. Hún hefur einnig unnið að ýmsum stærri verkefnum, svo sem gert nýja efniveitu fyrir Þjóðkirkjuna, yfirfært speglaða kennsluhætti fyrir fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar (fermingarfræðsla.is), verið fyrirlesari á haustnámskeiðunum, skrifað pistla á ferming.is og er í áhugafélagi um guðfræðiráðstefnur. Jóhanna Gísladóttir er prestur á Grund í Eyjafirði og við Akureyrarkirkju.