Trúarjátningin

HORFÐU Á FYRIRLESTURINN

SKILABOÐ TIL ÞÍN

HLUSTAÐU Á FYRIRLESTURINN

LESEFNI

Con Dios, bls. 64-65

Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að lesa í bókinni fyrir hvern tíma.

Lesblindir og sjónskertir eiga rétt á að nálgast Con Dios á hljóðbók á Blindrabókasafninu.

JÁTNINGIN OKKAR

Í trúarjátningunni eru dregin saman aðalatriði kristinnar trúar og manneskjur um allan heim játa hana og viðurkenna.

TRÚARJÁTNINGIN

Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.

ÍGRUNDUN

  1. Hvað þýðir það að játa eitthvað?
  2. Vissir þú að þessi játning er talin hafa verið gerð af postulunum?
  3. Afhverju förum við með hana saman í kirkjunni í messum?

VERKEFNI

Elsku fermingarbörn! Tökum fram skæri, lím, blöð, leir eða hvað sem er og lýsum hverri málsgrein í trúarjátningunni með okkar orðum, hugsunum og myndum. Verðlaun í boði! Verum svo viss á að hengja þetta á góðan stað í kirkjunni okkar ef tækifæri gefst 🙂

BÆN KAFLANS

Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni