Jesús, leiðtogi og fyrirmynd

HORFÐU Á FYRIRLESTURINN

SKILABOÐ TIL ÞÍN

HLUSTAÐU Á FYRIRLESTURINN

LESEFNI

Con Dios, bls.16-29, kaflinn Jesús, leiðtogi og fyrirmynd

Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að lesa í bókinni fyrir hvern tíma.

Lesblindir og sjónskertir eiga rétt á að nálgast Con Dios á hljóðbók á Blindrabókasafninu.

BIBLÍAN OKKAR

Sagan þín úr Biblíunni við þennan kafla er úr Matteusarguðspjalli, fjórtánda kafla, en guðspjall þýðir gleðilegar fréttir.

JESÚ METTAR ÞÚSUNDIR

Þegar Jesús steig á land sá hann þar margt manna, hann kenndi í brjósti um þá og læknaði þá er sjúkir voru. 

Um kvöldið komu lærisveinarnir að máli við Jesú og sögðu: „Hér er engin mannabyggð og dagur liðinn. Lát nú fólkið fara svo að það geti náð til þorpanna og keypt sér vistir.“
Jesús svaraði þeim: „Fólkið þarf ekki að fara, gefið því sjálfir mat.“
Þeir svara honum: „Við höfum hér ekki nema fimm brauð og tvo fiska.“
Hann segir: „Færið mér það hingað.“
Og hann bauð fólkinu að setjast í grasið. Þá tók hann brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum en þeir fólkinu. Og allir neyttu og urðu mettir. Og þeir tóku saman brauðbitana er af gengu, tólf körfur fullar. En þeir sem neytt höfðu voru um fimm þúsundir karlmanna, auk kvenna og barna. 

ÍGRUNDUN

  1. Hvað gerði Jesús?
  2. Hvernig getur þú hjálpað öðrum?
  3. Vissir þú að blessa er að þakka?

VERKEFNI

Frábæra fermingarbarn, nú ætlar þú að hafa áhrif!

Í þessari viku ætlum við að safna vatni og skoða söguna þegar Jesús mettaði þúsundir, því það er einmitt það sem þú getur tekið þátt í.

Við ætlum að undirbúa söfnun fyrir brunnum og vatni á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar sem er stofnun sem sér um hjálparstarf Íslensku Þjóðkirkjunnar bæði á Íslandi og erlendis.

Hjálparstarf kirkjunnar hjálpar fólki sem þarf að þola óréttlæti og fátækt og markmiðið er að vera röddin þeirra og þrýsta á að þeim verðir hjálpað. Eins og Jesús, er það ekki?

Við skulum því verja næsta tíma í að úthluta söfnunarbaukum og fræðast um hvers vegna og hvernig við söfnum fyrir brunnum og vatni.

Við skulum hugsa um okkar allra minnstu bræður og systur og eiga þátt í að breyta heiminum!

BÆN KAFLANS

Góði Jesús, viltu hjálpa mér að hjálpa öðrum svo ég megi ganga í sporin þín. Þakka þér fyrir það sem ég hef í lífinu og viltu gefa að réttlæti og kærleikur megi vera í lífi allra barna. Amen.